left-arrow right-arrow squares

Í GRÓFUM DRÁTTUM
Meðfram náminu leigði ég mér bílskúr í nágrenni við skólann og tók að mér skiltagerð og gluggaskreytingar fyrir helstu auglýsingastofur og fyrirtæki þess tíma. Eftir skólann fór ég að vinna á minni auglýsingastofum eins og “Studio X” en henni stýrði Halli bróður Ladda, “Midas” sem var í eigu Birgis heitins Andréssonar og “Gauksa” sem Jóhannes nokkur átti og rak. Þegar ég starfaði þar bauðst mér að gera leikmynd fyrir verkefnið “18 rauðar rósir” sem Ágúst Baldursson leikstírði fyrir Alþíðuflokk Jóns Baldvins, þar sem Stefán Hilmarson steig sín fyrstu skref á framabrautinni. Það gekk það vel, að ég ílengdist í leikmyndahönnun og smíðum hjá Sagafilm næstu tvö árin. Þaðan lá leið mín á auglýsingastofuna “Octavo” sem sameinaðist síðar auglýsingastofunni “Svona gerum við” og úr varð “Íslenska auglýsingastofan”. Þar vann ég næstu árin eða þangað til ég fékk óbilandi áhuga á sjónvarpsauglýsingagerð. Ég réði mig til vinnu á “Stöð 2” eða “Íslenska myndverið” eins og tæknideild félagsins hét þá. Gerði þar tilraunir á sjónvarpsauglýsingum, myndböndum og dagskrárkynningum. Fékk líka tækifæri á að læra af og vinna með mér reyndari mönnum eins og Agli Eðvarðssyni og Ágústi Baldursyni sem voru stundum fengnir í sérverkefni. Eftir fjögur góð ár þar réði ég mig á “Gæða grafík” og vann á Quantel tölvu / PaintBox, fyrstu grafísku tölvu landsins. Þar var ég í ca. 2 ár áður en ég fór að starfa sjálfstætt við að leikstýra sjónvarpsauglýsingum. Eftir nokkur ár í því með góðum árangri geng ég til liðs við “Hugsjón” framleiðslufyrirtæki þar sem ég gerðist einn af þremur eigendum. Hinir voru þeir Björn Brynjólfur Björnsson og Viðar Garðarsson. Fjórum árum síðar yfirgef ég þá félaga og stofna “BaseCamp” framleiðslufyrirtæki með þeim Lárusi Halldórsyni og Rafni Rafnssyni. Það fyrirtæki starfaði í um tvö ár við auglýsingaframleiðslu og viðburðaþjónustu eða þangað til að “Dagur Group” sem það hét þá, keypti félagið en skömmu eftir söluna fór ég aftur út í það að vinna sjálfsstætt. Snemma árs 2013 var ég ráðinn sem Hönnunarstjóri á HN Markaðssamskiptum. Á þeim tíma breyttum við ásýnd HN algerlega með nýju logoi og nýrri heimasíðu. Og á þessum tæpu 2 árum unnum við 3 Lúðra og fengum 6 tilnefningar. Sem er gott miðað við að HN hafði aðeins hlotið 5 Lúðra frá árinu 1990 :-)  Núna starfa ég sjálfstætt við auglýsingagerð og hugmyndavinnu ásamt því að hanna viðburði.  Samferða vinnu minni hér heima hafði ég verið að fara til útlanda að leikstýra sjónvarpsauglýsingum eða frá árinu 2002.  Ég hef verið lánsamur í samstarfi mínu við auglýsingastofur og fyrirtæki í gegnum tíðina og unnið til fjölda verðlauna.  Með leikstjórninni hef ég löngum verið að hanna og gera prent- og netauglýsingar, setja upp viðburði og stjórna upptökum á sjónvarpsþáttum.